Opnað fyrir Íran

Punktar

Íran hefur grætt mest á krossferðum Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Um það fjallar Michael Slackman í International Herald Tribune. Fyrir 11. september var landið umlukt ríkjum súnníta og annarra villutrúarmanna. Súnnítar réðu í Írak, þar sem Saddam Hussein var við völd. Og þeir réðu í Afganistan, þar sem talíbanar voru við völd. Aðrir nágrannar voru líka súnnítar, Tyrkland í norðri og Sádi-Arabía í suðri. Nú hafa Bandaríkin rutt Saddam Hussein og talíbönum til hliðar. Í framhaldinu hafa Íranir notað tækifærið og eru að verða voldugasta ríki svæðisins.