Opinmynntur í Persíu

Ferðir

Íran kom mér á óvart, einkum vestrænt yfirbragð borganna. Tehran rúmar fimmtán milljónir manna. Umferðarþungi bíla er gífurlegur, en rennslið samt tiltölulega gott. Borgir landsins eru vel hirtar, hvarvetna garðar og gróðureyjar við götur og viðhald samgönguæða er gott. Glæsihótel og loftkældar rútur þjóna túristum, sem vilja skoða rústir fortíðar. Allir virðast vera í viðskiptum. Öðrum þræði er þetta samt hallærisríki undir stjórn klerka. Býr við verðlausan gjaldmiðil eins og Ísland og strangt eftirlit með rétttrúnaði. Opinmynntur fór ég víða um Persaveldi á tveimur vikum undir öruggri fararstjórn Jóhönnu Kristjónsdóttur