Ópersónulegir sökudólgar

Punktar

Ef við sleppum öllum mannanöfnum í réttlátri leit að sökudólgum, komum við fyrst að frjálshyggjunni. Fyrir aldarfjórðungi dreifðist hún um Bandaríkin og síðan um allan heim, til dæmis í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Hér var hún stjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins í tvo áratugi. Bönkum var hleypt lausum og stofnað bitlaust Fjármálaeftirlit Vökudrengja. Flokksgreifinn sjálfur settur í Seðlabankann. Öllum þessum stofnunum stýra fyrrum Vökudrengir, sem eru núverandi lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggjan brutu gömlu rammana. Það framkallaði hrun fullveldis okkar.