Einn frægasti blaðamaður Bretlands hefur ekki lengur skjól í dulargervi sínu sem auðugur kaupsýslu-arabi. Myndir af Mazher Mahmood hjá News of the World hafa birzt á vefnum að undirlagi George Galloway, hataðasta þingmanns Bretlands. Nú geta menn forðast örlög Göran Eriksson landsliðsþjálfara og fleiri nafnkunnra manna, sem létu blekkjast og töluðu af sér í viðtölum við Mahmood. Galloway þingmaður er hins vegar lífsreyndur, kom fyrir myndavél og ljóstraði upp um blaðamanninn, sem reyndi árangurslaust að fá Galloway til að þiggja mútur og tala illa um gyðinga.
