Ónýt lög og ónýt túlkun

Punktar

Nefnd um endurskoðun upplýsingalaga er skipuð, því að ónýt eru gömlu lögin og framkvæmd þeirra. Nefndin á að taka á orðalaginu og ekki síður á túlkun þeirra í úrskurðarnefnd um upplýsingar. Í hvoru tveggja felst hörð gagnrýni á Pál Hreinsson lögmann. Hann samdi lögin prívat og persónulega. Hefur æ síðan harðstýrt túlkun þeirra í úrskurðarnefnd. Hann er þannig persónulega ábyrgur fyrir hluta af aðhaldsskorti, sem leiddi til hruns. Samt skipaði Alþingi misheppnaða lagasmiðinn sem formann sannleiksnefndar. Þar abbaðist hann upp á Sigríði Benediktsdóttur. Hann hefur þó ekki enn verið rekinn.