Einn af frambjóðendum í prófkjörum bandarísku flokkanna vill halda áfram stríðsstefnu. Það er svertinginn Barack Obama, sem reynir að slá við George W. Bush forseta. Obama telur koma til greina að ráðast á Íran. Samt eru Bandaríkin lömuð í utanríkismálum vegna stríðs gegn Afganistan og Írak og hernáms þeirra. Obama hefur ítrekað þessa skoðun sína, þótt hann eigi að heita frambjóðandi í flokki demókrata. Áður hefur komið fram, að Hilary Clinton hefur til skamms tíma stutt stríðsstefnu ríkisstjórnarinnar. Líklega er John Edwards eini nothæfi demókratinn. Fyrir utan Al Gore.
