Önnur og þriðja kynslóð

Punktar

Vandi vesturlanda af hryðjuverkum öfgamúslima stafar ekki beint af flóttafólki. Það áttar sig að vísu ekki á mun í lífsviðhorfum Evrópumanna og múslima. Rekur sig á veggi og leitar skjóls í sjálfvöldu gettói kringum mosku öfgapredikara. Börnum þeirra eða barnabörnum vegnar illa í skóla. Þau lenda á glapstigum og verða undir í keppni um störf. Það fær að heyra í moskunni, að vestrið sé vont og móðgun við guð. Úr þessum hópi koma þúsundir rugludalla. Eingöngu úr þeim hópi, trúartenging gerir þá terrorista. Þúsundir fylla sveitir Isis í Sýrlandi og Írak og koma til baka með illt í huga. Evrópa er á þeim punkti í ferlinu.