Önnur forgangsröð

Punktar

Frakkar sleikja ekki rassinn á business eins og Bretar. Því sér maður af og til skammir um „frogs“ í brezkum fjölmiðlum. Það sé úrelt og gamaldags land, þar sem ekkert virki. VERULEIKINN er þveröfugur. Heilbrigðiskerfið í Frakklandi er himnaríki í samanburði við helvítið í Bretlandi. Vinnutíminn í Frakklandi er 35 vikustundir í stað 40. Lágmarkslaun þar eru hærri en í Bretlandi. Kostnaður atvinnuleysis er þar bara hálfur á við Bretland og framleiðni er meiri. Lífið er einfaldlega gott í Frakklandi, en dapurt í Bretlandi. Frábær matur líka. En skattur fyrirtækja er 33% í Frans og bara 23% í auðræði Bretlands. Önnur þjóðin kann að lifa, c’est la vie.