Öndverðarnes

Frá Gufuskálum á Snæfellsnesi um Öndverðarnes til Beruvíkur.

Í Wikipedia segir: “Öndverðarnes er vestasti tangi Snæfellsnes og um leið Neshrauns, sem runnið er úr Öndverðarneshólum og Saxhólum. Á Öndverðarnesi var á árum áður mikil útgerð og margar þurrabúðir, en hún hefur nú verið í eyði frá árinu 1945. Jörðin er ríkisjörð og má sjá nokkrar rústir, auk þess sem að þar er rekinn viti. Þar má og finna haglega hlaðinn djúpan og að nokkru yfirbyggðan brunn, er ganga má niður í eftir nokkrum steinþrepum. Brunnurinn, sem nefndur er Fálki var áður eina vatnsból Öndverðarness og er hann ævaforn og friðaður með öllu. Sagan segir og var sú trú manna, að í Fálka væri að finna þrjár ólíkar lindir. Var ein með fersku vatni, önnur bar með sér einkenni ölkeldu og sú þriðja keim af salti.”

Förum frá Gufuskálum með ströndinni vestur á Öndverðarnes og síðan suður um Neshraun og Öndverðarneshóla til eyðiþorpsins í Beruvík.

16,1 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Beruvík.
Nálægar leiðir: Ennisdalur, Ólafsvíkurenni.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort