Ég flaug með Ómari Ragnarssyni um Hálslón. Við lentum á flugvöllum, sem hann hefur markað á svæðinu. Ómar er með merkustu núlifandi Íslendingum, hefur komið fleiru í verk en heill árgangur af stúdentum. Hann er lifandi goðsögn, með margt í smíðum, meðal annars kvikmynd mesta hneykslis sögu okkar, þegar Hálslón fyllist á næsta ári. Ómar hefur sætt ofsóknum út af réttum fréttum af Kárahnjúkavirkjun, því að óvinir lands og þjóðar í stjórn og Landsvirkjun eru ofurlygnir, með fulla vasa fjár og svífast einskis.
