Ólöf opnar leyndó

Fjölmiðlun, Punktar

Ólöf Nordal opnaði leyndó um vopna- og valdbeitingarreglur löggunnar, sem vonda Hanna Birna hafði læst. Mikilvægt skref til opnara þjóðfélags, burtséð frá mati okkar á reglunum. Okkur hafði verið sagt, að birting mundi auðvelda glæpi. Svo mælti Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem hefur ætíð verið og er enn helzti varðhundur hins lokaða stjórnkerfis. Nú er búið að birta þessar voðalegu reglur og þá kemur í ljós, að þær eru í meginatriðum vel hugsaðar og gagnlegar. Í ljós er komið, að það var leyndin, sem var skrímslið, en ekki innihaldið. Kerfi úreltrar leyndar lætur sér vonandi gott framtak ráðherrans að kenningu verða.