Ölkelduháls

Frá Kolviðarhóli um Ölkelduháls til Villingavatns í Grafningi.

Förum frá Kolviðarhóli upp Hellisskarð/Yxnaskarð og höldum okkur síðan milli hrauns og hlíða. Eftir því kallast leiðin stundum “Milli hrauns og hlíða”. Við förum austnorðaustur í Skarðsmýri, norðan við Litla-Skarðsmýrarfjall. Þaðan förum við austur yfir Hengladalaá og áfram austur á Ölkelduháls í 400 metra hæð. Vestur yfir Folaldaháls og sunnan við Kyllisfell, þar sem við beygjum til norðausturs í Laxárdal. Þaðan austnorðaustur um Selháls og síðan norðaustur að þjóðvegi 360 norðan við Gnípur við Úlfljótsvatn í Grafningi. Einnig er hægt að koma niður að Króki og fara síðan um Villingavatn og Dráttarhlíð yfir Sogið.

13,9 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Þrengsli, Lágaskarð, Hellisheiði, Hengladalaá, Ölfusvatnsá, Hagavík, Dráttarhlíð, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort