Óljós ómöguleiki

Punktar

Bjarni Ben kallaði það „ákveðinn ómöguleika“ að efna loforð um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hann skýrði ekki, hvernig væri mögulegt að gefa ómögulegt loforð. Svona tala siðblindir stjórnmálamenn. Lilja Alfreðsdóttir temur sér svipaðan talsmáta. Hún segir það „of óljóst að spyrja“ þjóðina um framhald aðildarviðræðna. Skýrði auðvitað ekki, hvernig eða hvers vegna það sé óljóst. Siðblindan heldur áfram, þótt skipt sé um andlit á henni. Um þessar mundir þarf þjóðin ekki á þess konar endurnýjun í pólitík að halda. Hún biður frekar um að talað sé við sig eins og fullorðið fólk.