Olíubófi í kröppum sjó

Punktar

Olíubófinn Miguel Arias Cañete sætir mikilli og vaxandi gagnrýni sem verðandi umhverfisstjóri Evrópusambandsins. Frá því segir í erlendum fjölmiðlum, meðal annars GUARDIAN. Cañete á skrautlega fortíð í skattsvikum og dónaskap gagnvart konum. Til dæmis segist hann ekki geta rökrætt við konur vegna yfirburða sinna í greind. Á Spáni hefur hann farið fyrir þeim, sem vilja sem afnema hömlur á umhverfisspjöllum olíufélaga. Er frambjóðandi spánska stjórnarflokksins Parti Popular. En studdur til forstjóra hjá Evrópu af kosningabandalagi hægri flokka og kratanna, sem oft eru fúsir til óhæfuverka. Þetta gengi er sambandslaust við umheiminn.