Ölfusvatnsá

Frá Kolviðarhóli til Ölfusvatnsár við þjóðveg 360 í Grafningi.

Hér er lýst meginleiðinni. Af brún Hellisskarðs er útsýni til Reykjavíkur. Þegar komið er austur í Þverárdal má fara norður að Nesjavöllum eða til Hagavíkur.

Förum frá Kolviðarhóli upp Hellisskarð/Yxnaskarð og höldum okkur síðan milli hrauns og hlíða. Eftir því kallast leiðin stundum “Milli hrauns og hlíða”. Við förum austnorðaustur í Skarðsmýri, norðan við Litla-Skarðsmýrarfjall. Við förum norðaustur yfir Ölkelduháls austan Hengils og norðaustur og niður í Þverárdal. Förum norðvestur með Ölfusvatnsá norðan við Hrómundartind og Stapafell og sunnan við Mælifell og Sandfell. Síðan meðfram Ölfusvatnsárgljúfri að sunnanverðu, og loks austan við Selhól norðnorðaustur að þjóðvegi 360 í Grafningi við Ölfusvatnsá.

11,5 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Þrengsli, Lágaskarð, Hellisheiði, Hengladalaá, Ölkelduháls, Hagavík, Dráttarhlíð, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort