Öldumóða

Frá Gafli í Svínadal um Öldumóðuskála að Arnarvatni.

Þetta er ein af nokkrum húnvetnskum leiðum, sem lágu suður á Skagfirðingaveg um Stórasand. Aðrir heiðavegir á svæðinu eru: Norðlingafljót, Arnarvatnsheiði, Tvídægra, Núpdælagötur 1 og 2, Aðalbólsheiði, Víðidalstunguheiði, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell, Grímstunguheiði, Stórisandur, Skagfirðingavegur, Sandkúlufell, Bláfell, Fljótsdrög. Sjáið texta með þeim slóðum.

Grettishæð er talin vera sami staður og Grettishúfa, þar sem Grettis saga segir, að Þorbjörn önglull hafi grafið höfuð Grettis Ásmundarsonar.

Förum frá Gafli til suðurs vestan Hrafnabjargartjarnar og Kúputjarnar, Friðmundarvatns og Eyjatjarnar. Síðan yfir Vatnsdalsá og austan og sunnan Rifkelshöfða. Þaðan suður að Öldumóðu og svo austan við Þjófahæðir suður á Grettishæð. Við förum suðvestur um Stórasand um Beinkerlingu og Ólafsvörður norðan Bláfells að Skammá við Arnarvatn.

31,1 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Nálægir ferlar: Sandkúlufell, Bláfell, Suðurmannasandfell, Arnarvatnsheiði, Fljótsdrög, Aðalbólsheiði, Norðlingafljót.
Nálægar leiðir: Þverflár, Úlfkelshöfði, Dalsbunga, Friðmundarvatn, Áfangi, Stórisandur, Grímstunguheiði, Skagfirðingavegur, Forsæludalur, Gilsárvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort