Öldufell

Frá Brytalækjum á Mælifellssandi um Öldufell til Hrífuness í Skaftártungu.

Í Brytalækjum gerðu fjallmenn og bændur sér glaðan dag fram á tuttugustu öld. Öldufell er hátt og hrikalegt fjall í jaðri Mýrdalsjökuls. Sunnan Öldufells eru Einhyrningsfjöll, þar sem svo gróðursælt var á fyrri öldum, að naut og hestar gengu þar úti. Fagurt útsýni er af þessari stórbrotnu leið, en hestamenn fara frekar niður með Hólmsá, þar sem er gróður og fossaniður.

Byrjum á vegamótum Fjallabaksleiðar syðri á Mælifellssandi og Öldufellssleiðar, skammt vestan Brytalækja í 530 metra hæð. Við förum þverleiðina beint suður í Öldudal mlli Öldufells að vestan og Kerlingahnjúka að austan. Síðan förum við suðaustur fyrir Loðnugiljahaus og niður brekkurnar að Hólmsá að fjallaskálanum í Framgili í 190 metra hæð. Síðan förum við áfram með jeppaveginum suður á við og síðan til austurs fyrir sunnan Atlaey og suðurenda Hrísnesheiðar í Hrafnshóli að þjóðvegi 209 um Skaftártungu, í 80 metra hæð, rétt sunnan við Hrífunes.

34,7 km
Skaftafellssýslur

Skálar:
Framgil : N63 42.655 W18 43.259.

Nálægir ferlar: Mælifellssandur.
Nálægar leiðir: Flosavegur, Hólmsá, Mýrdalssandur, Skaftártunguleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort