Öldruð steikingarlykt

Veitingar

Þegar ég gekk inn í Hlemm Mathús, mætti mér öldruð steikarlykt, sem oft fylgir hamborgarastöðum. Þéttur hringur veitingastaða undir þaki á miðri strætóstöð. Klósettið var fínt. Þarna komu borgarbúar til að hittast, hver úr sínum strætó, mest ungt fólk. Þannig séð uppfyllir staðurinn væntingar borgarinnar. Fjárskortur hrjáði ekki gesti, þeir borga hér meira en á fínistöðum borgarinnar. Hamborgari á 2.450 krónur, fiskur vikunnar á 2.600 krónur. Ég rölti hringinn, framhjá útibúi Jómfrúarinnar, þar sem gærdagsálegg var á dönsku smørrebrød, ekki freistandi. Stanzaði á Kröst, þar sem réttur vikunnar, la-la keila og firnagóður humarhali sigldu í fáfengilegri sjávarréttasúpu, 2.600 krónur. Flestir keyptu hamborgara.