Öld sætabrauðsdrengjanna

Punktar

Gegn vilja flokkseigenda studdi meirihluti þingmanna repúblikana teboðið í kosningu um gíslingu fjárlaganna. Harkan í teboðinu ómaði víða um heim. Hér á landi eru sumir sjálfstæðismenn á þeirri línu. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi vill hætta að hossa atvinnulausum og öðrum aumingjum. Sumir framsóknarmenn eru þarna, samanber Sigurð Inga Jóhannsson. Ráðherrann trúir brauðmolastefnu Hannesar Hólmsteins um að hossa kvótagreifum, því molar af borði þeirra sáldrist til aumingja. Stingur í stúf við velferðarstefnu allra flokkanna. En nú er risin ný öld sætabrauðsdrengja og silfurskeiðunga.