Ólæs orkumálastjóri

Punktar

Orkumálastjóri er ólæs á lög um orkunýtingu og náttúruvernd, enda er hann verkfræðingur. Í útvarpsviðtali í dag sagði hann: „Orkustofnun hlýtur að fara eftir þeim lögum, sem hún og aðrir hafa sett“. Setur Orkustofnun lög? Sé svo, þarf að stöðva Guðna A. Jóhannesson áður en hann jarðvöðlast meira. Hann telur sig geta ítrekað rifið upp rammaáætlanir og krafizt virkjunar á verndarsvæðum. Þvert á móti ber hinu opinbera skylda að „hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða, sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki“. Svo segir í lögum um rammaáætlun.