Ölæði er talið vera í lagi

Punktar

Terror er ekki íslenzkt vandamál. Hér þarf engar sérsveitir. En við búum við vanda ölæðis. Nótt sem nýtan daga vaða drykkjurútar um samfélagið. Þeir slást hver við annan og slást upp á annað fólk. Stela bílum og keyra á 150 km hraða. Fara vopnaðir í kjörbúðir og hræða unglinga við afgreiðslustörf. Þessi vandræði stafa af meðvirkni samfélagsins. Áfengi er talið vera þáttur í tilverunni, þótt önnur fíkniefni séu bönnuð. Útlendingar eru farnir að taka eftir, að viðhorf okkar eru krumpuð. Venjulegu fólki finnst í lagi að drekka öl daglega og fara vikulega á skallann. Það er meinið.