Ókeypis námskeið

Fjölmiðlun

Í símenntadeild Háskólans í Reykjavík kenndi ég fyrir nokkrum árum blaðamennsku fyrir starfandi blaðamenn. Nokkru síðar tók ég fyrirlestrana upp á myndskeið og var með námskeið á heimasíðu minni. Vegna aldurs nenni ég ekki lengur að bjóða kennslu með þessum námskeiðum og hef því opnað þau til afnota án endurgjalds.

Þú ferð á jonas.is og potar í hnappinn „Námskeið“. Forsíða námskeiðanna opnast og þú velur: Textastíll. Blaðamennska. Nýmiðlun. Fréttamennska. Miðlunartækni. Rannsóknir. Ritstjórn. Fjölmiðlasaga. Hvert þessara námskeiða býr yfir um fimmtíu fyrirlestrum, sem þú getur séð í mynd, heyrt eða lesið eftir þörfum.

Því miður var ég orðinn svo hrumur, að fúttið vantar oft í flutninginn. Ekki verður við öllu séð og þetta er altjend frítt til afnota. Fyrirlestrarnir skipta hundruðum og samtals dekka námskeiðin allt, sem þú þarft að vita um fjölmiðlun. Mundu samt, að engir fyrirlestrar koma í stað starfsreynslu.