Óhjákvæmileg bylting

Punktar

Þótt Grikkir geti sjálfum sér kennt um hrunið, gera skottulækningar Evrópu og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins illt verra. Þvingaður atvinnumissir, þvinguð kjararýrnun og þvingað hrun velferðar ýtir Grikklandi á brún byltingar. Í nýjasta bandormi laga eru margvísleg stjórnarskrárbrot og forkastanlegar misþyrmingar á hefðbundnu réttlæti. Bandormurinn rétt skreið í gegn. Þjóðin sættir sig ekki við þetta. Enda eru helztu skattsvikarar landsins látnir í friði, meðan kærðir eru blaðamenn, sem segja frá skattsvikum. Spurningin er bara, hvort óhjákvæmileg bylting reiðra borgara kemur frá vinstri eða hægri.