Óheft aðgengi að mat

Megrun

Að baki ofáts eru breytingar í samfélaginu. Áður fyrr höfðu fáir ótakmarkað aðgengi að mat, en núna velta Vesturlandabúar sér upp úr mat. Verst eru þeir fátæku staddir, því að ódýrastur er oftast sá matur, sem stuðlar að offitu. Þar í flokki eru pítsur og pasta, gos og snakk. Ódýr sykur hefur á stuttum tíma orðið yfirþyrmandi þáttur í mataræði margra, með margvíslegum skaðlegum afleiðingum. Sykur verkar á fólk eins og fíkniefni og veldur sjúkdómum, ekki bara ofáti, heldur líka sykursýki og tannskemmdum. Sjúkdómar fylgja ýmsum verksmiðjuframleiddum mat, svo sem fínmöluðu hveiti og öðru fínmöluðu mjöli.