Óhæf og hættuleg

Punktar

Lögreglustjóri Sjálfstæðisflokksins lítur ekki á nauðgun sem líkamstjón. „Hér varð enginn fyrir alvarlegu líkamstjóni,“ segir hún. Og lítur á barsmíðar sem heilablóðfall. Engar „stórkostlega alvarlegar líkamsárásir,“ segir hún. Í stíl við aðra eyjaskeggja, sem hafa vakið athygli. Árleg fyllerís- og nauðganahátíð eyjaskeggja gengur undir furðulega ósvífnu nafni: Þjóðhátíð. Lögreglustjórinn er kát: „Hátíðin fór, miðað við fyrri hátíðir, nokkuð vel fram,“ segir hún. Að auki ímyndar hún sér, að hún sé yfir óviðkomandi fólk sett, svo sem starfsfólk sjúkrahúsa. Hún er greinilega óhæf og hættuleg. Dæmigerður sjálfstæðismaður.