Ógeðsleg tvöfeldni

Punktar

Framkoma Vestur-Evrópu er ógeðsleg. Annars vegar væla stjórnvöld hástöfum út af ofurnjósnum Bandaríkjanna vegna upplýsinga Edward Snowden. Samt dettur þeim ekki í hug að veita honum hæli. Svörtust er samvizka Frakklands, sem ætíð röflar um mannréttindi, en hafnar þeim, er á reynir. Leyfði ekki einu sinni yfirflug forseta Bólivíu af ótta við Obama, svei Frakklandi. Snowden er einn mesti velgerðarmaður mannkyns á öldinni. Er þar við hlið Bradley Manning, sem upplýsti um stríðsæði Bandaríkjanna. Okkur ber að bjóða báðum ríkisborgararétt, þótt hvorugur sé frjáls ferða sinna. Er ekki þeirra sök.