Þótt Azerbaijan sé í Mannréttindaráðinu og Evrópuráðinu, eru mannréttindi þar fótum troðin. Það er til hneisu evrópsku ríkissjónvarpi að halda þar vinsæla söngvakeppni. Og fráleitt, að Íslendingar láti teyma sig í þeirri för. Svíar eru þeir einu, sem hafa haldið reisn. Atkvæðatölur kosninga eru falsaðar í Azerbaijan. Þar er ekki skoðanafrelsi og ekki tjáningarfrelsi og ekki fundafrelsi. Pyndingar eru daglegt brauð og fólk hverfur sporlaust. Virkilega andstyggilegt glæparíki, sem ekkert siðað fólk kemur nálægt. Páll Óskar er eini íslenzki músíkantinn, sem hefur bent á fáránleika þáttökunnar.
