Og jafnvel hærri

Punktar

Sigmar Guðmundsson spurði í sögufrægu Kastljósi: „Hvernig getur þú ábyrgst að það verði til einhverjir 300 milljarðar í samningaviðræðum, sem varla eru farnar af stað?“ Sigmundur svaraði að bragði: „Vegna þess að fjármagnið er til staðar og þeir verða að semja og það liggur ljóst fyrir, meira að segja Seðlabankinn viðurkennir það núna, að það sé ekki hægt að klára þetta öðruvísi en að verulegt fjármagn verði eftir, upphæðin eins og þú nefnir og jafnvel hærri.“ Þetta var fyrir ári. Sama er, þótt Sigmundur Davíð afneiti sér nú. Lofaði fólki 300 milljörðum, „upphæðin eins og þú nefnir og jafnvel hærri“. Daginn fyrir kosningar lofaði Vigdís svo, að þetta kæmi „strax“.