Ofurþjóðin hvött til dáða

Fjölmiðlun

Veltist um af hlátri við að horfa á drottningarviðtal Kastljóss við Michael Porter prófessor. Þar fossuðu fram gömlu klisjurnar frá 2007. Porter hvatti til nýtingar tækifæra, sókndirfsku og áhættusækni. Bíðið andartaka, voru þetta ekki einmitt eiginleikar ofurþjóðarinnar árið 2007 ? Voru það ekki þessir meintu eiginleikar útrásarbófanna, sem brenndu 8000 milljarða króna til agna? 8000 milljarða! Viðtalið við Porter sýndi, að sumir blaðamenn geta ekki lært að spyrja spurninga. Með svona spyrjendum og viðmælendum erum við komin á fulla ferð út í næsta ofurhrun. Góða ferð, íslenzkir ofurbjánar.