Ofurkall á ofurjeppa

Punktar

Gylfi Arnbjörnsson komst næst ástandi umbjóðendanna, þegar ofurjeppinn sökk á kaf á Kjalvegi. Verkalýðsrekandinn skreið út um glugga upp á ísinn. Lætur verkalýðinn borga undir sig upphækkaðan og sérútbúinn tólf milljón króna jeppa. Skjólstæðingar hans heimta 200 þúsund króna mánaðarlaun meðan hann hefur milljón. Á sama tíma og embættisfrú kvartar hástöfum út af 450 þúsund króna eftirlaunum og öryrki út af 650 þúsund króna bótum. Atvinnurekendur hafna alfarið kröfum skjólstæðinga Gylfa. Ekki trúi ég, að milljón króna ofurkall á tólf milljón króna ofurjeppa gangi hart fram í samningaviðræðum.