Ég kíki oft á blogg þekktra Íslendinga, en þarf það ekki, því að þar kemur ekkert nýtt fram, sem ekki er í fjölmiðlunum. Gaman er að sjá, hvernig nokkrir kunningjar hópa sig saman hér og þar og kynna hver annan sem ofurbloggara eða gæðabloggara. Ég sé ekkert í textanum, sem réttlætir nafngiftir af slíku tagi. Sumir eru leiðinlega flokkspólitískir, aðrir velta upp spurningum án þess að svara þeim, nokkrir fleyta áfram slúðri. Þeir minna mig á nýjan formann Framsóknar, eru roggnir, þótt sýn þeirra sé eins þröng og hvers annars meðaljóns. Ég kíki á þá af skyldurækni einni.
