Oft má satt …

Punktar

Gaman er að viðbrögðum við frétt af skemmdum og ofbeldi unglinga við Hólagarð. Kaupsýslumanni þar var nóg boðið og skýrði frá. Þá reis lögreglan til varnar og sagði þetta ýkt, alveg eins og lögreglan flaggaði dæmalaust vitlausri skýrslu um, að ofbeldi hafi minnkað í Reykjavík. Aðrir kaupsýslumenn í Hólagarði óttast, að fólk þori ekki að koma að verzla af ótta við vargana. Lögreglan hefur ekki unnið skyldu sína og þarf að grípa í taumana. Vargarnir hafa verið að verki í allan vetur, meðan menn sefja sig á íslenzku firrunni um, að oft megi satt kyrrt liggja.