Ofstæki umræðu um múslima

Punktar

Lýðræði gerir ekki mun á góðum og vondum skoðunum. Vel rökstutt mál á að geta staðizt samkeppni við galtómar upphrópanir. Ég sé ekki fyrir mér, að hægt sé að setja mörk við vondar skoðanir og refsa fólki fyrir þær. Hver á að dæma? Ég sé ekki, að hægt sé að refsa fólki fyrir vondar skoðanir á Vigdísi Hauksdóttir. Ekki heldur, að hægt sé að refsa Vigdísi fyrir vondar skoðanir. Öll umræðan er langt utan míns skilnings. Hér er tjáningarfrelsi, einnig fyrir skoðanir, sem sumir telja vondar. Umræðan um íslam stjórnast á báða bóga af ofstæki, sem skilur ekki rökfræði. Þeir, sem milliveginn rata, ættu frekar að ráða ferðinni.