Ofstæki hefnir sín

Punktar

Sér til skelfingar sá borgarráð, að borgarar tóku vægast sagt illa í ýmis atriði nýja hverfaskipulagsins. Brá á það ráð í fátinu, að fella skipulagið. Sýnir, að borgarar geta haft áhrif. Skipulagið var unnið af ofstækisfólki. Annars vegar var með þéttingu byggðar ráðizt gegn útsýni, svigrúmi, friðsæld, loftgæðum og bílastæðum. Hins vegar var með þrengingu umferðaræða ráðizt gegn bílum, götur stíflaðar, stæðum fækkað og umferð þyngd á götum frá fámennari tíð. Ljóst er, að ekki gengur að ofsækja kjósendur í kosningamánuði. Ofstækið gegn stórum hópum borgara verður því látið kyrrt liggja fram yfir kjördaginn.