Ofsinn í náttúrunni

Punktar

Við höfum í fréttum fylgzt með auknum ofsa í náttúrunni. Eldgos á landi og undir sjó valda sjávargangi víða um heim. Skjálftar á mörkum meginfleka jarðskorpunnar hafa svipuð áhrif. Einnig jarðskrið og snjóskrið. Ekki síður stormar, sem magnast upp í hvirfilbylji og ofsarok. Skógareldar ágerast ár eftir ár. Sumt af þessu er upprunalega af mannavöldum. Ein afleiðingin af þessu öllu er aukinn sjávargangur, sem ógnar þéttbýli víð strendur landa, jafnvel heilum ríkjum. Fjölþjóðasamvinna hefur verið skrykkjótt og sætir núna afspyrnu heimskum forseta Bandaríkjanna. Við þessar aðstæður dugir ekki að afneita staðreyndum og stinga höfðinu í sandinn.