Ofsatrú Viðreisnar

Punktar

Ríkisstjórn Viðreisnar verður hægri sinnaðri en fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn er flokkur atvinnurekenda og mun leggja áherzlu á hófleg lífskjör. Hún mun enn frekar en Sjálfstæðis halda arði þjóðarbúsins hjá auðjöfrum, láta setja lög á verkföll og þrengja að útifundum. Nýfrjálshyggja er ekki bara praxís á þeim bæ, heldur beinlínis trúarsetning. Kenningin felur í sér, að af nægtaborði auðsins falli brauðmolar til almennings á gólfinu, sem klappi saman höndum af fögnuði. Viðreisn kemur öll úr Sjálfstæðisflokknum og það er fólk, sem er sannfærðara í ofsatrúnni. Er sannfært um, að pupullinn láti sér vel líka skammtinn í askana.