Ofmetin ríkiskirkja

Punktar

Alla mína skólatíð kom ég aldrei í kirkju. Varð aldrei var við trúboð presta í skólum. Kirkjuheimsóknir skólabarna á aðventu voru hvorki hefð né reynsla í skólum minnar fortíðar. Ríkiskirkjumenn fara þar með rangt mál. Og skólarnir eru látnir borga rútur undir þessar heimsóknir. Trúboðið byrjaði, þegar fólk var farið að yfirgefa ríkiskirkjuna. Það er ekki hlutverk skóla að taka þátt í trúboðinu og allra sízt í kostnaði við það. Hins vegar má kynna ríkiskirkjuna, önnur trúarbrögð og lífsskoðunarfélög fyrir börnum og gæta þá jafnræðis. Ásatrú á ekki síðri þátt í gildum samfélagsins. Flest af þeim gildum eru raunar veraldleg.