Öfgarnir eru andsvar

Punktar

Hvarvetna sem ég kem í lönd múslima, er fólk einkar vinsamlegt og þægilegt, nú síðast í Íran. Þannig hefur allur þorri múslima verið síðustu aldir. Aðeins á síðustu áratugum hefur róttækum öfgahópum vaxið fiskur um hrygg. Stafar sumpart af minnimáttarkennd vegna tækni-og fjárhagsyfirburða Vesturlanda. Menn flýja í róttækar túlkanir sértrúarklerka. Bandaríkin eiga þátt í breytingunni, einkum með eindregnum stuðningi við öfgaríkin Ísrael og Sádi-Arabíu. Líka með blóði drifnum afskiptum af ríkjum múslima. Úr því er orðið heimssögulegt rugl, svo sem í Sýrlandi og Írak. Þar hafa Bandaríkin hagsmuni á ótal vegu, setja allt í hnút. Læra ekki af reynslu.