Öfgarnar er misjafnar

Punktar

Trúarbrögð geta verið hættuleg, þegar þau ganga út í öfgar. Fátt er um kristna ofsasöfnuði, en valda stundum vandræðum. Flest önnur trúarbrögð eru einnig að mestu meinlaus. Nema íslam. Að vísu er umburðarlyndi útbreitt meðal múslima í Sýrlandi, Tyrklandi og Austur-Asíu. En víða hefur íslam orðið herskárra á síðustu áratugum. Salafídar og Wahabítar hafa lengi ræktað ofsa. Olíufé Sádi-Arabíu hefur óspart verið notað er til að reisa miðaldamoskur víða um heim og kosta öfgaklerka. Einnig hefur hernaður Bandaríkjanna og viljugra fylgiríkja (Davíð) magnað hatur í heimi múslima. Afleiðingar eru Jihad, Talíban, al Kaída og Isis.