Öfgar bankaleyndar

Punktar

Þegar reglur um bankaleynd eru notaðar til að valda fjölmiðlungum óþægindum, er ruglið í kerfinu komið út yfir allan þjófabálk. Og það er fyrst og fremst ríkisstjórninni að kenna. Hún hefur trassað að setja saman frumvarp um afnám slíkra ákvæða. Margoft hefur verið bent á, að vitlausu ákvæðin eru notuð til að fela glæpi bankanna. Í hvert sinn sem glittir í upplýsingar um athæfi bankastjóra og annarra yfirmanna banka, fela þeir sig að baki slíkra ákvæða. Kerfið yrði gegnsærra og betra, ef við værum laus við þau. Hvaða rugl er á stjórn Fjármálaeftirlitsins? Er hún í vinnu hjá Guðlaugi Þór og Flokknum?