Offita landsbyggðar

Punktar

Að koma út á land er eins og að koma til Bandaríkjanna. Margt fólk er mjög áberandi illa farið af offitu, einkum konur. Þetta er bara það, sem ég sé í búðum og á ferli, en hef engar tölur því til stuðnings. Líklega er mataræði fólks úti á landi meira í ætt við mataræði Bandaríkjamanna en fólks í hverfi 101 í Reykjavík. Efast um, að þetta stafi af þjóðlegra mataræði úti á landi. Fólk er þar farið að lifa á pítsum og gosi, kexi og nasli eins og vestan hafs. Kannski er umræða um heilsu áhrifameiri í borginni. Alténd bregður mér í brún að sjá margar ungar konur á landsbyggðinni, sem vagga um í spikinu.