Ofbeldi eykst

Punktar

Við tökum líka eftir ofbeldinu, sem fikrar sig upp eftir þjóðfélaginu, án þess að valdaaðilar sinni því í nokkru og allra sízt dómsmálaráðherra, sem er upptekinn við að rexa við stjórnarandstöðuna um stórt og smátt. Hann kann aðeins þá pólitík, að andstaðan hafi alltaf og ævinlega rangt fyrir sér. En hann getur ekki virkjað lögreglu og allra sízt borðalagðan ríkislögreglustjóra gegn hraðfara áhrifum ofbeldis, þar sem dópsalar og fallinn forsetaframbjóðandi fara hamförum með eigin réttarfari til að innheimta skuldir. Það er helzt, að heimilisofbeldi kveiki í pólitíkusum.