Ofát er margs konar

Megrun

Ofát er margs konar. Sumt fólk grennir sig fyrir eða eftir jól, lætur þar við sitja og það er nóg. Aðrir lifa í stöðugum hremmingum út af ofáti. Þeir þurfa að gera meira í sínum málum en hinir, sem bara þurfa að leiðrétta kúrsinn. Á endanum lenda hömlulausar ofætur í Overeaters Anonymous, Food Addicts Anonymous eða Gray Sheet Anonymous með tólf spora kerfi batans. Illa afvegaleiddir ná þar stundum góðum árangri, sem gerir þeim kleift að lifa góðu lífi um langan aldur. Mig langar að fjalla um allan pakkann, allt frá leiðréttingum í mataræði yfir í stöðvun á hömlulausu áti matar- og átfíkils.