Spár um hækkun sjávar hafa undanfarið verið of varfærnar. BBC segir frá nýrri rannsókn bandarískra og þýzkra fræðimanna, sem bendir til, að yfirborð sjávar verði árið 2100 orðið 0,5-1,4 metrum hærra en það var árið 1990. Bráðnun jökla vegur þar mest, einkum á Suðurskautinu og Grænlandi. Einkennilegt er því að láta sig nú dreyma um byggðir úti í sjó, flugvöll í Skerjafirði, hafnarhverfi í Kópavogi, verzlanir við Eiðisgranda. Þegar er hækkun sjávar farin að valda vanda í láglendum ríkjum, svo sem Bangladesh. Við eigum ekki að byggja úti í sjó.
