Of brött markmið

Megrun

Flestir kúrar forskrifa of brött markmið í megrun. Brött markmið eru röng og hættuleg. Leiða til varnaraðgerða líkamans gegn viðvarandi sulti. Leiða til vonbrigða og síðan til uppgjafar, þegar megrunin stöðvast óvænt. Flestir kúrar bjóða þar á ofan skaðlega sérvizku í mataræði. Dæmi um það eru efni, sem sumir þjálfarar mæla með á líkamsræktarstöðvum. Orkudrykkir og orkubuff eru ónáttúruleg fæða. Þú átt fremur að borða venjulegan mat og sem allra minnst meðhöndlaðan í verksmiðjum. Fæðubótarefni eru af sömu ástæðu lítt til bóta og beinlínis skaðleg í ýmsum tilvikum. Kínalífselixírar virkuðu aldrei.