Efnahags- og framfarastofnunin bendir á Davíð Oddsson í skýrslu sinni um íslenzkan efnahag. Gefur ófagra mynd af þætti Davíðs í hruninu. Minnir á, að Seðlabankinn hafi safnað heilum brettum af verðlausum pappírum (“of dubious quality”) síðustu mánuðina fyrir hrun. Það hafi verið meira en helmingurinn af öllu tjóninu, sem ríkið varð fyrir í hruninu. OECD telur þannig Davíð vera hrunverja Íslands númer eitt. En enginn hefur enn útskýrt, hvers vegna tugir hámenntaðra í Seðlabankanum leyfðu Davíð að haga sér vitfirringslega án þess að gera neitt í málinu. Sáu hrunið koma, en þögðu og gerðu ekkert.
