Ódýri atvinnuvegurinn

Punktar

Ferðaþjónusta er atvinnuvegur, sem veitir 10.000 manns atvinnu og á 20% af gjaldeyristekjunum. Álbræðslur veita 1.400 manns atvinnu. Með því að efla ferðaþjónustu um 14% á ári fá 1.400 manns til viðbótar vinnu í greininni á ári. Engin grein býður slíkt út á litla fjárfestingu, því að aukningin er í vetrarferðum. Fyrir útlendinga, sem vilja fara í snjóferðir í jeppa og keyra vélsleða. Og fara í heita laug í hvítri víðáttu vetrarins. Betur þarf að markaðssetja kosti vetrarferða fyrir fólk, sem vill vetrarsport í misjöfnu veðri. Fleiri álver eru nánast bara froða í samanburði við ferðaþjónustuna.