Óðir verktakar

Punktar

Skemmdir verktaka Kópavogsbæjar á Heiðmörk eru dæmigerðar fyrir ofsann, sem fylgir sumum jarðýtumönnum og raunar líka Kópavogsbæ. Þeir grófu sundur lund, sem gróðursettur var í fyrra af ungum börnum til að safna í þróunarhjálp. Þeir grófu líka sundur þjóðhátíðarlundinn. Orkuveitan segir, að umgengni verktakanna hafi verið sérstök. Þeir hafi grafið tuttugu metra breitt svæði í stað tíu metra. Þeir hafi grafið á vitlausum stað. Þeir hafi einnig lagt bílaslóðir gegnum kjarr fjarri vettvangi. Það eru miklir athafnamenn hjá Kópavogsbæ.