Óðfluga til auðræðis

Punktar

Í stóru og smáu böðlast ríkisstjórnin áfram við að flytja verðmæti frá fátækum til ríkra. Grefur undan Sérstökum með því að hætta að fjármagna stofnunina. Því verður að hætta við ýmsan málarekstur gegn ofurbófum. Neitar jafnvel að smíða frumvarp til laga um smálánafyrirtæki, sem frægir bófar á Balkanskaga reka hér á landi. Áður er komið fram, að hún reynir að sturta Landspítalanum og dregur á öllum póstum úr hvers konar velferð. Útkoman er, að Ísland siglir æ hraðar til auðræðis, þar sem 1% þjóðarinnar á meirihluta allra eigna og hálf þjóðin er eignalaus eða í eignamínus. Næst ætla þjóðníðingarnir að gera kvótann varanlegan.