Oddeyrar

Frá Grímsstöðum í Landeyjum að Varmadal við þjóðveg 1.

Um Odda segir svo í Wikipedia: “Bærinn stendur á oddanum sem myndast á milli Ytri- og Eystri-Rangánna og Þverár, þar sem hún rennur saman við Ytri-Rangá og ber því nafn með rentu. Þar hefur verið kirkja síðan í öndverðri kristni. Þar bjó Sæmundur fróði Sigfússon og afkomendur hans eftir hann í tvær aldir og nefndust þeir Oddaverjar. Í Odda hafa verið margir frægir prestar, þeirra frægastur er Sæmundur fróði Sigfússon. Aðrir þekktir prestar voru til dæmis Matthías Jochumsson um tíma á 19. öld og Arngrímur Jónsson um tíma á 20. öld.”

Byrjum á þjóðvegi 252 í Landeyjum hjá afleggjara að Grímsstöðum. Förum norðvestur afleggjarann um Grímsstaði að Hólsá. Síðan norðnorðaustur með ánni að Ártúnum, þar sem við förum austur með Þverá. Síðan austnorðaustur yfir Þverá á Bökkum og norður yfir þjóðveg 266 vestan Odda. Síðan norðaustur að þjóðvegi 266 og frá veginum norður að þjóðvegi 1 við Varmadal.

21,0 km
Rangárvallasýsla

Nálægar leiðir: Fíflholt.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort